Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
18

Minningarstund um Janez forseta EOC

05.06.2020

Forseti Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC), Janez Kocijančič lést þann 1. júní sl. eftir snarpa baráttu við krabbamein, 78 ára að aldri. Í dag fór fram minningarstund um Janez á hótelinu Grand Union í Ljubljana í Slóveníu. Ólympíunefnd Slóveníu og Skíðasamband Slóveníu skipulögðu athöfnina, en þangað komu vinir, fjölskylda og samstarfsmenn Janez, hvaðanæva að úr heiminum, til þess að votta Janez virðingu sína. Sæmdi Alþjóðaólympíunefndin (IOC) Janez heiðursviðurkenningunni Olympic Order, æðstu viðurkenningu IOC, en framkvæmdastjórn IOC ákvað fyrir rúmum mánuði síðan að heiðra Janez. Var hann sæmdur fyrir gott og mikið starf í þágu íþrótta í heiminum og fyrir að halda ólympískum gildum ávallt á lofti í sínu starfi. Eftirlifandi eiginkona og dóttir Janez veittu viðurkenningunni viðtöku.

Myndin með fréttinni er frá minningarstundinni.