Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Hlaupum saman

02.06.2020

Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ verður haldið þann 13. júní 2020. Nú er hægt að kaupa miða í hlaupið með Kvenna­hlaups­bol eða kaupa miða án þess að kaupa bol. 

Kaupa miða í Kvennahlaupið.

Á þessum tímum er mik­il­vægt sem aldrei fyrr að hlúa að heils­unni og rækta sam­bandið við vini okkar og vanda­menn. Það er okkur því mikið ánægju­efni að geta haldið Kvenna­hlaupið 2020 þann 13. júní og þannig gefið öllum þeim konum sem vilja hlaupa saman kost á því. Settum reglum um fjar­lægðamörk og fjölda verður vand­lega fylgt á öllum hlaupa­stöðum. Nán­ari upp­lýs­ingar um fram­kvæmd hlaups­ins, hlaup­astaði og tíma­setn­ingar verða settar inn á allra næstu dögum.

Kvenna­hlaups­bol­ur­inn 2020
Kvenna­hlaups­bol­ur­inn var af­hjúpaður 22. maí í beinni útsendingu á Facebook. Bol­ur­inn hefur verið ómiss­andi hluti af hlaup­inu und­an­farin ár en nú hefur hugs­unin á bak við hann verið end­ur­skoðuð í takt við breytta tíma. Það er Linda Árna­dóttir fata­hönnuður og eig­andi Scintilla sem hannar bol­inn í ár en hann er 100% end­urunn­inn, úr líf­rænni bóm­ull og end­urunnu plasti. Bol­ur­inn hentar bæði sem hlaupa- og æf­ingaflík en einnig við fleiri til­efni og því hægt að nýta hann enn betur en áður.

Bol­ur­inn kemur í stærðum 4-6 ára, 7-8 ára, 9-10 ára, 11-12 ára, XS, S, M, L, XL, XXL og XXXL. Hægt er að panta bol á tix.is og fá hann annað hvort sendan í póst­kröfu eða sækja á skrif­stofu ÍSÍ við Engjaveg 6, 104 Reykjavík.

Athugið að eingöngu verður hægt að kaupa bolinn í ár á tix.is en ekki á hlaupastöðunum. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu ÍSÍ í s.514 4000 og panta bolinn.

ÍSÍ vekur at­hygli á því að hægt er að kaupa miða í Kvenna­hlaupið á tix.is án þess að kaupa bol. Þá er t.d. til­valið að nýta gamlan Kvenna­hlaups­bol til að hlaupa í aftur.

Á myndunum með fréttinni má sjá eftirfarandi konur í mismunandi stærðum af bolum:

  • Donna Cruz í Kvennhlaups bol í stærð S
  • Eliza Reid í Kvennahlaupsbol í stærð M
  • Andrea Jónsdóttir í Kvennahlaupsbol í stærð XL
  • Margrét Erla Maack í Kvennahlaupsbol í stær XXL

 

Kvenna­hlaup í yfir 30 ár
Fyrsta Kvenna­hlaupið var haldið árið 1990. Upp­haf­lega var markmið hlaups­ins að fá fleiri konur út að hreyfa sig og að hvetja konur til þátt­töku í starfi íþrótta­hreyf­ing­ar­innar á Íslandi. Þau markmið hafa um margt náðst þar sem konur hreyfa sig mun meira í dag en fyrir 30 árum, ís­lenskar íþrótta­konur eru að ná frá­bærum ár­angri á heimsvísu og margar konur í for­svari fyrir íþrótta­hreyf­ing­una hér­lendis. Í dag er áherslan ekki hvað síst á sam­stöðu kvenna, að hver njóti þess að hreyfa sig á sínum for­sendum og eigi ánægju­lega sam­veru­stund með fjöl­skyldu og vinum.
Hlaupið er ár­viss viðburður hjá mörgum konum sem taka dag­inn frá til að hlaupa með dætrum, mæðrum, ömmum, systrum, frænkum og vin­konum sínum og margir karl­menn slást líka í hóp­inn.

Hlaupið um allt land og allan heim
Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ er alla jafna haldið á yfir 80 stöðum á land­inu. Fjöl­menn­asta hlaupið er haldið í Garðabæ og einnig fer stórt hlaup fram í Mos­fellsbæ. Á lands­byggðinni fara einnig fram fjöl­menn hlaup sem skipu­lögð eru af öfl­ugum konum í hverju bæj­ar­fé­lagi fyrir sig. Íslenskar konur sem eru bú­settar er­lendis hafa einnig tekið sig til og haldið Kvenn­hlaup víða um heim, í Dan­mörku, Nor­egi, Svíþjóð, Fær­eyjum, Þýskalandi, Belgíu, Lúx­em­borg, Mall­orca, Banda­ríkj­unum, Mósam­bík og Namibíu.

Hlaup­astaði 2020 má sjá hér á vefsíðu Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ.

Allar á sínum for­sendum
Konur á öllum aldri taka þátt í Kvenna­hlaup­inu, allt frá litlum stelpum í kerrum til langamma þeirra. Hver kona tekur þátt á sínum for­sendum og allir eiga að geta fundið vega­lengd við sitt hæfi. Það er því engin tíma­taka í hlaup­inu heldur lögð áhersla á að hver komi í mark á sínum hraða, með bros á vör.

Myndir með frétt