Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
19

Íþróttaslysasjóður

11.03.2020

ÍSÍ tekur ekki lengur við nýjum umsóknum í Íþróttaslysasjóð.

Á árinu 2002 var undirritað samkomulag á milli ÍSÍ og heilbrigðismálaráðuneytis, nú velferðarráðuneyti, um að ÍSÍ hefði umsjón með endurgreiðslum til íþróttafólks á skilgreindum sjúkrakostnaði vegna íþróttaslysa, úr sérstökum slysabótasjóði sem byggður var upp með árlegu fjárframlagi ráðuneytisins. ÍSÍ hefur annast endurgreiðslurnar frá þeim tíma og fram til þessa.

Á síðasta ári tilkynnti velferðarráðuneyti (áður heilbrigðismálaráðuneyti) að greiðslum til slysabótasjóðsins hafi verið hætt, í ljósi nýs fyrirkomulags á þátttöku Sjúkratrygginga Íslands í sjúkrakostnaði almennings og þar með talið íþróttafólks.

Þegar ofangreind ákvörðun lá fyrir samþykkti framkvæmdastjórn ÍSÍ að halda endurgreiðslum úr sjóðnum áfram út árið 2019 í ljósi þess að enn voru fjármunir í sjóðnum, með fyrirvara um að greiðslum yrði hætt ef sjóðurinn tæmdist áður en árið yrði á enda. Ekki þurfti að grípa til slíkra ráðstafana. Á fundi framkvæmdastjórnar 12. desember 2019 var staðan endurmetin, með hliðsjón af peningalegri stöðu sjóðsins, og samþykkt að hætt verði að taka við nýskráningum íþróttaslysa frá og með 1. mars nk.

Haldið verður áfram að greiða reikninga vegna eldri slysa, sem þegar hafa verið skráð hjá ÍSÍ, út árið 2020 eða þar til sjóðurinn tæmist.

ÍSÍ sendi bréf til hreyfingarinnar í janúar sl. til kynningar sem sjá má hér.