Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

17.10.2019

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga varð Fyrirmyndarhérað ÍSÍ á ársþingi sambandsins í vor og stefnir þ.a.l. að því að aðildarfélögin verði Fyrirmyndarfélög. Ungmennafélagið Kormákur á Hvammstanga stefnir að því að hljóta þá viðurkenningu á næstunni. Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri fundaði með stjórn og framkvæmdastjóra félagsins miðvikudaginn 16. október síðastliðinn og fór yfir vinnuna framundan. Félagið býður upp á fjölþættan íþróttaskóla fyrir iðkendur 6-9 ára fjórum sinnum í viku og er það gert í samfellu við skólastarf. Félagið býður svo upp á íþróttaæfingar í mörgum íþróttagreinum fyrir aldurinn þar á eftir og uppúr s.s. í knattspyrnu, sundi, körfuknattleik, blaki, fimleikum, badminton og frjálsíþróttum.

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍ eru gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snúa að íþróttastarfi. Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög, -deildir eða -héruð sótt um viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær gæðakröfur sem ÍSÍ gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, Fyrirmyndardeild ÍSÍ eða Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. ÍSÍ hvetur íþróttafélög, -deildir og -héruð til að sækja um þessa viðurkenningu til ÍSÍ.

Umsjón með verkefninu hefur Viðar Sigurjónsson (vidar@isi.is), skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.

Lesa má meira um Fyrirmyndarfélag ÍSÍ hér.

Lesa má meira um Fyrirmyndarhérað ÍSÍ hér. 

Myndir með frétt