Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Minsk 2019 - Ísland sendir sjö keppendur á Evrópuleikana 2019

18.06.2019
 
Sjö keppendur munu keppa fyrir Íslands hönd á Evrópuleikunum í Minsk í Hvíta-Rússlandi, en leikarnir hefjast föstudaginn 21. júní nk.
 
Þeir eru:
  • Agnes Suto-Tuuha, áhaldafimleikar kvenna
  • Ásgeir Sigurgeirsson, 10m loftbyssa
  • Eowyn Marie Alburo Mamalias, trissubogi kvenna
  • Hákon Þór Svavarsson, leirdúfuskotfimi (skeet) karla
  • Kári Gunnarsson, badminton, einliðaleikur karla
  • Sveinbjörn Jun Iura, júdó -81kg karla
  • Valgarð Reinhardsson, áhaldafimleikar karla
 
Auk þeirra eru í íslenska hópnum þau:
  • Andri Stefánsson, aðalfararstjóri
  • Atli Jóhannesson, flokksstjóri/þjálfari - badminton
  • Guðmundur Örn Guðjónsson, flokksstjóri/þjálfari - bogfimi
  • Halldór Axelsson, flokksstjóri/þjálfari - skotíþróttir
  • Kelea Josephine Alexandra Quinn, þjálfari - bogfimi
  • Lajos Kiss, þjálfari - áhaldafimleikar
  • Róbert Kristmannsson, flokksstjóri/þjálfari - áhaldafimleikar
  • Yoshihiko Iura, flokksstjóri/þjálfari - júdó 
Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, verður viðstaddur setningarhátíð leikanna og fyrstu keppnisdaga auk þess sem að Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ verður viðstödd leikana, en hún situr bæði í framkvæmdastjórn EOC (Evrópsku Ólympíunefndanna) og situr í Evrópuleikanefnd á vegum sömu samtaka.

Tveir íslenskir dómarar verða á störfum á leikunum á vegum alþjóðlegra sérsambanda, en það eru þau Hlín Bjarnadóttir og Björn Magnús Tómasson sem dæma keppni í áhaldafimleikum. Þau voru einnig dómarar á síðustu leikum í Bakú 2015.

Leikarnir verða settir föstudagskvöldið 21. júní og þeim slitið að kvöldi sunnudagsins 30. júní.

Vefsíðu Evrópuleikanna má sjá hér.

Evrópuleikarnir eru einnig á Facebook

#EuropeanGames
#Minsk2019
#BrightYearBrightYou
#InspiringSportInEurope