Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

72. Íþróttaþing ÍSÍ var sett í dag

17.04.2015

72. Íþróttaþing ÍSÍ var sett í Gullhömrum í Reykjavík í dag.
Setningarathöfn þingsins var með hefðbundnum hætti þar sem forseti ÍSÍ flutti setningarávarp og minntist þar sérstaklega látinna félaga. Í kjölfarið af ávarpi forseta ÍSÍ fluttu systurnar í SamSam tónlistaratriði.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir var kjörinn þingforseti og Steinn Halldórsson var kjörinn 2. þingforseti.
Mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson, formaður UMFÍ, Helga Guðrún Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Einarsson heiðursfélagi ÍSÍ fluttu ávörp.
Við upphaf þings voru einnig heiðursveitingar.
Í samræmi við lög ÍSÍ voru fulltrúar íþróttamanna kosnir á þingið en það voru þau Sara Högnadóttir badmintonkona, Sigurður Már Atlason dansíþróttamaður, Tryggvi Þór Einarsson skíðamaður og Þórdís Ylfa Viðarsdóttir skylmingakona.
Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, kynnti skýrslu framkvæmdastjórnar og Gunnar Bragason, gjaldkeri ÍSÍ, kynnti endurskoðaða reikninga. Reikningar sambandsins voru samþykktir án umræðu.
Í framhaldi af því kynnti þingforseti að lokum tillögur sem liggja fyrir þinginu en nefndarstarf fór fram í fundarsölum í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í kvöld.
Á morgun verður þingstörfum framhaldið og þá fara einnig fram kosningar til framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Þá verður einnig útnefnt í Heiðurshöll ÍSÍ.