Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Hjólað í vinnuna - verðlaunaafhending

04.06.2014

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna fór fram í dag miðvikudaginn 4. júní í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Veitt voru verðlaun fyrir hlutfall daga, heildarfjöldi kílómetra og hlutfall kílómetra.

Verkfræðistofan Víðsjá ehf., Ófeigur gullsmiðjan & Enjoy, Ungmenna- og Íþróttasamband Austurlands, Efnalaug Suðurlands, Ungmennafélag Selfoss, Íþróttamiðstöð Reykholts, Heilsuleikskólinn Suðurvellir, Sabre Iceland, Grundaskóli, Veðurstofa Íslands, Advania og Arion banki sigruðu í sínum flokkum og náðu flestum dögum.

Liðið Spartans hjá Nýherja hf. hjólaði flesta kílómetra eða 6.503,40 og liðið Farfuglarnir hjá Isavia hjólaði 943,64 kílómetra á mann og vann hlutfall kílómetra.

9145 þátttakendur frá 567 vinnustöðum hjóluðu 734.946 kílómetra á þeim 15 dögum sem verkefnið Hjólað í vinnuna stóð yfir. Við það sparaðist um 118 tonn af útblæstri CO2, og 70.500 lítrar af eldsneyti sem gera 17 milljónir króna og brenndar voru um 46 miljónir kaloría sé þessi vegalengd gengin en 25 milljónir kaloría sé þessi vegalengd hjóluð, sé miðað við 80 kg mann sem ekur á fólksbíl. Ferðamáti var í 89,1% á hjóli, 7% gangandi, 2,5% strætó/gengið og 0,7% hlaup.

Aðalsamstarfaðili Hjólað í vinnuna er Valitor en aðrir samstarfsaðilar eru: Embætti landlæknis, Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, Örninn, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, Rás 2, Landssamtök Hjólreiðamanna, Advania, Hjólafærni, Hjólreiðanefnd ÍSÍ, Kaffitár og Ölgerðin.


Heildarúrslit má finna HÉR

Hægt er að skoða myndir HÉR