Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Úthlutun Ferðasjóðs íþróttafélaga

13.03.2014

Búið er að úthluta styrkjum úr Ferðasjóði íþróttafélaga vegna keppnisferða ársins 2013.  Til úthlutunar að þessu sinni voru 67 m.kr.  Umsóknir bárust frá 117 íþrótta- og ungmennafélögum úr 24 héraðssamböndum/íþróttabandalögum ÍSÍ en fjöldi umsókna var 245. Greiddir voru styrkir vegna 3138 keppnisferða í öllum aldursflokkum á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót sérsambanda ÍSÍ í 24 íþróttagreinum.  Heildarkostnaður umsókna nam tæplega 430 m.kr. 

Tengiliðum umsókna er bent á að nota vefslóðina sem send var á netfang tengiliðs við stofnun umsóknar í rafræna umsóknarkerfinu til að fá upplýsingar um styrkupphæðir.

Úthlutunarfé sjóðsins kemur frá ríkinu en ÍSÍ hefur haft umsjón með úthlutunum sjóðsins allt frá fyrstu úthlutun árið 2007.  Tilvist sjóðsins  er gríðarlega mikilvæg fyrir íþróttahreyfinguna enda ferðakostnaður stór og sligandi þáttur í rekstri íþróttafélaga.

Hér fyrir neðan má sjá töflu yfir skiptingu styrkja eftir íþróttahéruðum. Vert er að benda á að fjöldi aðildarfélaga og umsókna sem liggur að baki samantektar hvers sambands er afar mismunandi en öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrk í sjóðinn vegna keppnisferða á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót.  Þess ber einnig að geta að styrkirnir eru greiddir út beint til þeirra félaga sem sækja um hverju sinni en ekki til íþróttahéraðanna. Ferðir sem töldu 150 km eða meira aðra leið töldust styrkhæfar í þessari úthlutun.

Samband 

Styrkur 

 Íþróttabandalag Akureyrar

    14.992.977

 Íþróttabandalag Reykjavíkur

 10.491.428

 Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands

 8.001.351

 Íþróttabandalag Vestmannaeyja

    5.927.051

 Ungmennasamband Kjalarnesþings

 5.750.837

 Ungmennasamband Skagafjarðar

 3.135.518

 Ungmennasambandið Úlfljótur

 3.077.553

 Héraðssamband Vestfjarða

 2.686.795

 Héraðssambandið Skarphéðinn

 2.573.122

 Héraðssamband Þingeyinga

 2.120.142

 Héraðssamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu

 2.000.691

 Íþróttabandalag Hafnarfjarðar

 1.589.933

 Ungmennasamband Eyjafjarðar

    1.273.453

 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar

 1.263.255

 Íþróttabandalag Suðurnesja

 953.319

 Íþróttabandalag Akraness

    520.893

 Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar

 259.768

 Ungmennasamband Vestur-Húnavatnssýslu

    144.570

 Ungmennasamand Austur-Húnvetninga

 116.226

 Héraðssambandið Hrafna-Flóki

 63.171

 Ungmennasamband Borgarfjarðar

    56.832

   
 Samtals

 66.998.885