Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
18

Hádegisfundur ÍSÍ og UMFÍ - Styrkur íþrótta

14.01.2013

Hádegisfundur ÍSÍ og UMFÍ - Styrkur íþrótta - Niðurstöður rannsókna og hugleiðingar um skipulagt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni.

Á fimmtudaginn, 17. janúar munu ÍSÍ og UMFÍ standa í sameiningu fyrir hádegisfundi í húsakynnum KSÍ á Laugardalsvelli 3.hæð og hefst hann kl. 12:10. Þar mun Dr. Viðar Halldórsson m.a. ræða um hvort að íþróttahreyfingin sé að standast áskoranir nútímasamfélags eða eingöngu að þjálfa til árangurs og styðjast við niðurstöður rannsókna Rannsókna & greiningar, sl. 20 ár. Þá mun Íris Mist Magnúsdóttir Evrópumeistari í hópfimleikum ræða um hvað íþróttaiðkun hefur gefið henni. Að lokum mun Daði Rafnsson yfirþjálfari knattspyrnu hjá Breiðabliki segja frá því hvernig félagið vinnur að íþróttalegu uppeldi með stóra hópa bæði innan og utan vallar. Fundurinn verður tekinn upp og verður aðgengilegur á heimasíðum ÍSÍ og UMFÍ. Skráning fer fram á skraning@isi.is en þátttaka er ókeypis og öllum heimil.