Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Hádegisfundur - Kostir og gallar getuskiptingar í íþróttum

06.12.2012

Fimmtudaginn 13. desember verður hádegisfundur í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst hann kl.12:10. Þar munu Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við Íþrótta,- tómstunda- og þroskaþjálfadeild HÍ og knattspyrnuþjálfari og Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ og þjálfari A-landsliðs kvenna ræða um kosti og galla getuskiptingar í íþróttum.

Miklar umræður hafa skapast um þetta málefni á undanförnum vikum og eru skoðanir mjög skiptar. Fyrirkomulag fundarins mun verða þannig að hvort um sig verður með 15 mínútna framsögu en svo mun fundargestum gefið tækifæri til að spyrja úr sal. Skráning fer fram á skraning@isi.is en þátttaka er ókeypis og öllum heimil. 

Hægt er að fylgjast með fyrirlestri Sigurðar Ragnars og Vöndu á netinu. Til að taka þátt er smellt á þennan tengil hann opnar kl.12:05.