Nefnd um íþróttir 60+
Árið 2005 var stofnuð nefnd innan ÍSÍ sem ber heitið Nefnd um íþróttir 60+. Markmiðið með nefndinni er að efla íþróttastarf eldri borgara, vinna að fræðslumálum og standa fyrir átaksverkefnum eftir atvikum.
Nefndin safnaði saman upplýsingum hjá bæjar- og sveitarfélögum um þá aðila sem eru að sinna málefnum eldri borgara í tengslum við hreyfingu.
Aðilar sem sinna þessum málaflokki eru:
- Trimmklúbbur Eddu.
- Íþróttafélagið Glóð.
- Félög eldri borgara víðs vegar um allt land.
- Félagsheimili og þjónustumiðstöðvar eldri borgara.
![]() | ![]() |