Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

Hreyfitilboð

Víða um land er mjög fjölbreytt dagskrá þar sem eldri borgarar hafa tækifæri til að velja sér þá hreyfingu sem hentar. Á flestum stöðum eru  íþróttakennarar, sjúkraþjálfarar eða hjúkrunarfólk sem leiðbeina. 

ÍSÍ hvetur þá sem bjóða upp á íþróttastarf fyrir eldri borgara að senda inn upplýsingar. Með því er hægt að skapa vettvang fyrir aukið upplýsingaflæði fyrir eldri borgara og aðstandendur þeirra um þennan málaflokk.

Vinsamlegast sendið upplýsingar á Hrönn Guðmundsdóttur, sviðsstjóra Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, hronn@isi.is,
514 4023. 

Einnig er hægt að hafa samband og fá nánari upplýsingar hjá þeim aðilum sem eru tilgreindir á hverju svæði fyrir sig.

Höfuðborgarsvæðið 

Reykjavík
Sundleikfimi í sundlaugum ÍTR, leikfimi í Víkinni og Laugardalshöll. Púttvellir eru staðsettir á 10 stöðum m.a. við öldrunarstofnanir.
70 ára og eldri fá frítt í þessa þjónustu auk þess er frítt á öll skíðasvæði borgarinnar.
Nánari upplýsingar veitir skrifstofa ÍTR.
Á Dalbraut 14 er boðið upp á leikfimi, boccia og göngu á vegum Auðar Jónsdóttur íþróttakennara.
Trimmklúbburinn Edda býður upp á vatnsleikfimi í Grensáslaug, jóga og gönguklúbb.

Mosfellsbær
Pútt, línudans, leikfimi og jóga er kennt í þjónustumiðstöðinni að Hlaðhömrum. Á laugardögum er farið í göngu og boðið upp á vatnsleikfimi á vegum Rauða kross deildar Kjósarsýslu.
67 ára og eldri fá frítt í sund.
Nánari upplýsingar veitir Svanhildur Þorkelsdóttir forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara.

Álftanes
FEBÁ félag eldri borgara á Álftanesi.
Nánari upplýsingar veitir Guðbjartur I. Gunnarsson, formaður.
gbjartur@simnet.is

Kópavogur
Í Gjábakka og Gullsmára er boðið upp á almenna leikfimi, jóga, sundleikfimi, pútt, göngur, boccia, dans (námskeið), bobb og hægt er að fara á þrekhjól.

Íþróttafélagið Glóð var stofnað 2005. Megin þema félagsins er hreyfing-fæðuval-heilsa.
Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg Björgvinsdóttir forstöðumaður Gjábakka.

Vesturland 

Akranes í samstarfi við Skilamannahrepp, Innri-Akranesh.,Hvalfjarðarh., Leirárh.og Melahrepp.
Heilsuefling á vegum Fjölskyldusviðs í samvinnu við ÍA, FEBAN og heilsugæslu er í 6 vikur á haustin,  námskeið í stafgöngu er á vorin, einnig er boðið upp á leiðsögn í tækja- og þreksal. Félag eldri borgara á Akranesi, FEBAN sér um sundleikfimi, boccia, keilu og pútt. Liðleikaæfingar eru í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 10-11. 67 ára og eldri fá frítt í sund en greiða kr.100 fyrir komu í tækjasal. Samningur er í gildi milli Akraneskaupsstaðar og Hvalfjarðarsveitar um að íbúar Hvalfjarðarsveitar 67 ára og eldri getir sótt félagsstarfið.
Nánari upplýsingar veitir Sigrún Gísladóttir öldrunarfulltrúi sigrun@akranes.is, 433-1000 og hjá FEBAN, Félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni, Kirkjubraut 40 s: 431 2000.

Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit
Á dvalarheimilinu er leikfimi og boðið er upp á sundleikfimi.
Aðgangur að sundlaug og íþróttahúsi er ókeypis fyrir 67 ára og eldri.
Starfrækt eru tvö félög eldriborgara, í Borganesi og nágrenni og hitt í uppsveitum.
Nánari upplýsingar veitir Hjördís Heiðrún Hjartardóttir félagsmálastjóri,  hjordis@borgarbyggd.is

Snæfellsbær
Boðið er upp á leikfimi og jóga á Dvalarheimilinu Jaðri, tvo daga í viku.
Nánari upplýsingar veitir Lilja Ólafardóttir bæjarritari, lilja@snb.is

Stykkishólmur
Hjartahópurinn hittist reglulega í sundi undir stjórn kennara á þriðjudögum kl. 17 og boðið er uppá Boccia í íþróttahúsinu kl. 10-12 á föstudögum. Eldri borgarar borga lægra gjald í laugina.
Nánari upplýsingar veitir Þór Örn Jónsson bæjarritari, 438-1700, thor@stykkisholmur.is

Reykhólahreppur
Líkamsþjálfun er á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð. Þar er hægt að fara á þrekhjól.
Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjori@reykholar.is

Norðurland 

Dalvík
Félag aldraðra á Dalvík og í Hrísey heldur uppi öflug og fjölbreyttu félagsstarfi. Félagsheimilið er að Mímisbrunni á Dalvík. Mímiskórinn hefur verið starfræktur við félagið til fjölda ára. Auk þess fara félagar reglulega í lengri og styttri ferðir. Nánari upplýsingar veitir Bjarni Gunnarsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, s: 460 4913.
 
Eyjafjarðarsveit
Nánari upplýsingar veitir Jónas Vigfússon, sveitarstjóri, 463-1335, jonas@esveit.is.

Akureyri
Pútt er við Lindasíðu og Bugðusíðu. Fjölnotahúsið Boginn er opinn alla virka morgna yfir vetrarmánuðina til göngu og almennrar hreyfingar. Sundtímar með íþróttakennara í Glerárlaug yfir vetrartímann, leikfimi og námskeið haldin í tengslum við félagsstarf, t.d. jóga, dans, stólaleikfimi, slökun, leikir og línudans. Bærinn býður einnig upp á heilsueflandi heimsóknir til eldri borgara. Hér má nálgast nánari dagskrá. Eldri borgarar fá frítt í sundlaugar bæjarins sem og á skíðasvæðið.
Nánari upplýsingar veita Kristín Sóley Sigursveinsdóttir, framkvæmdastjóri Búsetudeildar og Kristinn H. Svanbergsson, íþróttafulltrúi, kristinn@akureyri.is.
 
Grenivík
Leikfimi á dvalarheimili aldraðra og aðgangur að þrekhjóli.
Frítt er í sund og líkamsrækt fyrir eldri borgara.
Nánari upplýsingar veitir Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri.
 
Húsavík
Bærinn er í nánu samstarfi við Félag eldri borgara á Húsavík og veitir þeim fría aðstöðu.
Frítt er í sund og afnot að íþróttamannvirkjum.
Nánari upplýsingar veitir Freydís Jóna Freysteinsdóttir, félagsmálastjóri og Jóhann Rúnar Pálsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi.

Austurland

Vopnafjörður
Leikfimi á elliheimilinu.

Fjarðabyggð
Liðkandi æfingar eru í mötuneyti leiguíbúða aldraðra í Neskaupsstað.
Frítt er fyrir 67 ára og eldri í sund, afnot af íþróttamannvirkjum og á skíðasvæðið.
Félag eldri borgara í Fjarðabyggð stendur fyrir danskennslu og öðrum námskeiðum.

Suðurland

Höfn í Hornafirði
Félag eldri borgara á Hornafirði sér um að skipuleggja tómstundastarf í félagsmiðstöðinni Ekrunni. Boðið er upp á gönguferðir, snóker, sundleikfimi, leikfimi og boccia yfir vetrartímann. Yfir sumarið er farið í gönguferðir auk þess sem hægt er að stunda snóker.
Nánari upplýsingar veitir Haukur Helgi Þorvaldsson æskulýðs-og tómstundarfulltrúi, 470-8000.
 

Hvolsvöllur/Rangárþing eystra.
Morgunleikfimi, sund, pútt og golf.
 
Vestmannaeyjar
Á mánudögum er leikfimi í Týsheimilinu, á miðvikudögum eru söngæfingar í Ísfélagshúsinu og á föstudögum er sundleikfimi í sundlauginni. Alla virka daga er félag eldri borgara með opið í Ísfélagshúsinu frá 13:30 – 16:00. Þar er hægt að stunda pútt, boccia og billjard. Alla virka daga er boðið upp á leikfimi á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum. Einnig er boðið upp á danskennslu hluta úr vetri í grunnskólanum.
Frítt er í sund fyrir 67 ára og eldri.