Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.08.2020 - 23.08.2020

Ársþing KLÍ 2020

Ársþing Keilusambands Íslands verður haldið í...
26.08.2020 - 26.08.2020

Ársþing BSÍ

Ársþing Badmintonsambands Íslands verður...
9

2019 Minsk

 

Evrópuleikarnir fóru fram í Minsk í Hvíta-Rússlandi
21. júní - 30. júní 2019.
Keppt var í 23 íþróttagreinum 15 sérsambanda.
Keppendafjöldi var um 4.000 frá 206 löndum.

Íslenskir þátttakendur á Evrópuleikunum í Minsk.

Vefsíða Evrópuleikanna í Minsk 2019
Facebook síða leikanna
Instagram síða leikanna

 
24.06.2019

Minsk 2019 - Verðlaunatafla

Minsk 2019 - VerðlaunataflaEvrópuleikarnir fara nú fram í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Rússar eru efstir á verðlaunatöflunni eftir fyrstu dagana með samtals 40 verðlaun, þar af 20 gull, 10 silfur og 10 brons. Næstir koma Hvít-Rússar með samtals 34 verðlaun og Úkraína og Georgía eru í 3.-4. sæti með samtals 17 verðlaun. Verðlaunatöfluna má sjá hér á vefsíðu Evrópuleikanna 2019.
Nánar ...
24.06.2019

Minsk 2019 - Dagskrá

Minsk 2019 - DagskráÍ dag, mánudaginn 25. júní, hefst keppni í badminton þar sem Kári Gunnarsson keppir í einliðaleik. Agnes Suto-Tuuha og Valgarð Reinhardsson, keppendur í fimleikum, eru væntanlegir til Minsk í dag og hefja keppni á fimmtudag. Hákon Þór Svavarsson mun svo keppa í haglabyssuskotfimi miðvikudag og fimmtudag.
Nánar ...
22.06.2019

Minsk 2019 - Eowyn keppti í dag

Minsk 2019 - Eowyn keppti í dagEowyn Marie Alburo Mamalias keppti í bogfimi í dag, en undankeppnin fór fram í gær og réði sú keppni hvaða mótherja hún fengi í útsláttarkeppninni. Eowyn lenti á móti Toja Ellison frá Slóveníu, en hún stóð sig best í undankeppninni í gær og er númer 12 á heimslistanum í greininni.
Nánar ...
22.06.2019

Evrópuleikarnir 2023 í Krakow

Evrópuleikarnir 2023 í KrakowEvrópuleikarnir 2023 munu fara fram í Krakow í Póllandi. Leikarnir munu þá fara fram í þriðja sinn, en fyrstu Evrópuleikarnir fóru fram í Bakú í Azerbaijan í júní árið 2015 og fara þessa dagana fram í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Leikarnir eru haldnir á vegum Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC). Sú ákvörðun að Krakow yrði gestgjafi leikanna var tekin í dag, þann 22. júní, á ársþingi Evrópusambands Ólympíunefnda sem haldið var í Minsk. Fulltrúar allra 50 Ólympíunefndanna í Evrópu tóku þátt í kjörinu. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ voru á meðal þeirra sem sátu ársþingið.
Nánar ...
21.06.2019

Minsk 2019- Allir íslensku strákarnir kepptu á Evrópuleikunum 2015

Minsk 2019- Allir íslensku strákarnir kepptu á Evrópuleikunum 2015Evrópuleikarnir fara nú fram í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Þetta er í annað sinn sem leikarnir eru haldnir, en fyrstu Evrópuleikarnir fóru fram fyrir fjórum árum í Azerbaidjan. Þá sendi Ísland 18 keppendur til þátttöku, en í þetta sinn keppa sjö Íslendingar á leikunum. Fimm af þessum sjö íslenskum keppendum, þ.e. allir strákarnir í hópnum, kepptu einnig á síðustu Evrópuleikum. Rúmlega 4.000 kepp­endur taka þátt í leikunum nú, en um 6.000 síðast. Keppt er í 15 íþrótta­grein­um.
Nánar ...
21.06.2019

Minsk 2019 - Undankeppni í bogfimi

Minsk 2019 - Undankeppni í bogfimiKeppni er hafin í nokkrum íþróttagreinum á Evrópuleikunum í Minsk þótt að þeir verði fyrst settir í kvöld. Í dag fór fram undankeppni í bogfimi og hnefaleikum ásamt keppni í 3x3 í körfuknattleik. Eowyn Marie Alburo Mamalias var meðal keppenda í undankeppninni í bogfimi, en þar hafnaði hún í 16. sæti með skorið 632.
Nánar ...
20.06.2019

Minsk 2019 – Ásgeir fánaberi á setningarhátíðinni

Minsk 2019 – Ásgeir fánaberi á setningarhátíðinniSetningarhátíð Evrópuleikanna fer fram á Dinamo leikvanginum í Minsk föstudagskvöldið 21. júní. Ásgeir Sigurgeirsson keppandi í skotfimi verður fánaberi íslenska hópsins. Ásgeir er fæddur 2. september 1985 og er því á 34. aldursári. Hans keppnisgrein á leikunum er 10m loftskammbyssukeppnin en Ásgeir keppti í henni á fyrstu Evrópuleikunum í Bakú 2015 og lauk keppni þá í 22. sæti. Á þeim leikum keppti Ásgeir einnig í frjálsri skammbyssu og náði þar bestum árangri Íslendinga á leikunum er hann komst í úrslit og endaði í 5. sæti. Ásgeir keppti á Ólympíuleikunum í London 2012, í þessum tveimur skammbyssugreinum og hefur staðið sig vel á erlendum vettvangi á undanförnum árum.
Nánar ...
20.06.2019

Minsk 2019 – Tekið á móti þátttakendum

Minsk 2019 – Tekið á móti þátttakendumÍ kvöld fór fram sérstök móttökuhátíð í íþróttamannaþorpinu í Minsk þar sem allir þátttakendur voru boðnir velkomnir af borgarstjóra þorpsins Siarhei Rudy, framkvæmdastjóra leikanna George Katalin og formanni Evrópuleikanefndar EOC Spyros Capralos.
Nánar ...
20.06.2019

Minsk 2019 – Móttökuhátíð

Minsk 2019 – MóttökuhátíðÍ kvöld fer fram sérstök móttökuhátíð í íþróttamannaþorpinu á Evrópuleikunum í Minsk. Hefst hún kl. 18:00 að staðartíma og byggir á formlegum dagskrárliðum auk skemmtiatriða. Undir lok hennar verða gróðursett eikartré fyrir hverja þjóð, en slík athöfn átti sér einnig stað á Evrópuleikunum sem haldnir voru í Bakú 2015.
Nánar ...