
Sund
Sérgrein:
100m Baksund
400m skriðsund
200 m fjórsund
Met:
Íslandsmet í 25m laug
Íslandsmet í 50m laug
Fæddur:
19. nóvember 1999
Hæð:
? cm
2019
Heimsmeistaramót:
Mexíkó
Evrópumeistaramót:
2019 Dublin



Már er afreksíþróttamaður og margfaldur Íslandsmethafi í baksundi í fötlunarflokki S11, flokki blindra. Hann var kjörinn Íþróttamaður fatlaðra árið 2019.
Már átti einkar glæsilegt íþróttaár árið 2019 sem náði hámarki á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem fram fór í London. Þar varð Már einn Norðurlandabúa til þess að komast á verðlaunapall þegar hann setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 100m baksundi og vann til bronsverðlauna í greininni. Á árinu 2019 setti Már alls 28 Íslandsmet og synti þrívegis undir gildandi heimsmeti á ÍM25 í Ásvallalaug. Már stefnir ótrauður að þátttöku á Paralympics í Tókýó 2021 en takist það ætlunarverk hans verður það í fyrsta sinn sem hann keppir á leikunum. Már er einnig tónlistarmaður en hann vann í desember 2019 jólalagasamkeppni Rásar tvö ásamt systur sinni Ísold Wilberg Antonsdóttur. Hann er einnig handhafi Kærleikskúlunnar 2019.
Tenglar: