Sérgrein:
Fjölþraut
Íslandsmeistari:
2015, 2017, 2018, 2019
Fimleikamaður ársins:
2014, 2015, 2017-2019
Íþróttamaður Kópavogs:
2018, 2019
Norðurlandamót:
2018 Danmörk 2. sæti tvíslá
Fæddur:
8. október 1996
Hæð:
175 cm
Evrópumót:
2019 Szczecin Pólland
2018 Glasgow
Heimsmeistaramót:
2019 Stuttgard
2018 Doha
2017 Montreal
2014 Nanning
Heimsbikarmót:
2019 Melbourne
2018 Cottbus Þýskaland
Alþjóðleg mót:
2019 Koper Slóvenía
2018 Koper Slóvenía
2017 Szombathely Ungvl.



Valgarð Reinhardsson er margfaldur Íslandsmeistari í fimleikum og lykilmaður í landsliði Íslands í fimleikum. Hann hefur átt góðu gengi að fagna síðastliðin ár og keppt reglulega á alþjóðlegum mótum, Evrópu- og heimsmeistaramótum, Norðurlandamótum og Smáþjóðaleikum. Hann náði þeim sögulega árangri að vera fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til að komst í úrslit á stökki þegar hann var fimmti í undanúrslitunum á Evrópumótinu 2018 en alls kepptu 151 keppandi á mótinu. Hann er margfaldur Íslandsmeistari í fjölþraut, varð bikarmeistari með félagsliðinu sínu Gerplu 2017, 2018 og 2019 og vann til silfurverðlauna á tvíslá á Norðurlandamótinu 2018.
Valgarð stóð sig vel í alþjóðlegum verkefnum og vann meðal annars bronsverðlaun á svifrá á Norður-Evrópumóti 2019. Einnig komst hann í úrslit á gólfæfingum á heimsbikarmóti í Koper 2019.
Valgarð hefur tvisvar sinnum farið sem fulltrúi Íslands á Evrópuleikana, fyrst 2015 í Bakú og síðan 2019 í Minsk og stóð sig vel. Hann stefnir á þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó.
Heimsmeistaramótið í Stuttgard 2019:
Valgarð á tvíslá
Valgarð á hesti
Valgarð á gólfi
Valgarð á svifrá
Valgarð er á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.